29.4.2007 | 13:51
Heima er bezt
Jæja þá erum við mæðgur komnar heim af spítalanum. Það var rosalega gott að geta verið svona lengi inni, og ég segi að það séu algjör forréttindi að geta átt barn hérna í Eyjum. Þetta var eins og að liggja inni á 5 stjörnu hóteli, þjónustan og aðstæðan var svo flott á spítalanum. En samt rosagott alltaf að komast heim
Í gær fengum við fullt af fólki í heimsókn, Sveinn, Jenný og Júlíana komu með færandi hendi. Júlíana og Ársæll gáfu snúllunni bangsa og húfu sem var vígð strax eftir að þau fóru. Því þá fór fjölskyldan í smá bíltúr Svo kom Júlíana með gamlan bangsa sem ég hafði átt síðan ég var lítil, það var voða gaman af því og mamman fór aftur í barndóm aftur .
Síðan kom Guðný Togga og gaf snúllunni gallabuxur og skyrtu. Og svo kíktu Jón og Júlía við en þau voru í göngu með Kristján Loga og komu við í leiðinni.
Annars gengur lífið bara vel hérna á Hvítingaveginum. Snúlla sefur mjög vel og dugleg að drekka, þannig að það er ekki hægt að kvarta undan henni. Hún er alveg ydisleg í alla staði og erum við foreldrarnir enn að átta okkur á því hvað við erum heppin að EIGA þennan gullmola
Ég ætla að láta þetta nægja í bili áður en ég fer að vera allt of væmin, hehe. Og takk fyrir allar kveðjurnar, bæði gegnum netið, símann og heimsóknirnar.
Kveðja Anita mamma setjum inn fleirri myndir á eftir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Tenglar
eitthvað skemmtilegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.