Ný Heimasíða

Jæja, pabbi vildi endilega að ég fengi mér betri heimasíðu. Þannig að ég er flutt yfir á Barnanet, samt aldrei að vita nema að pabbi fari að blogga aftur, víst þessi síða er til Wink

Endilega kíkið á mig hér eða http://www.barnanet.is/bernodiasif

Kveðja Bernódía Sif og mamma ritari

P.s. komnar nokkrar nýjar myndir inn á barnanetssíðuna


Nafnið mitt Bernódía Sif

Hæ hæ ég er komin með nafn og það er Bernódía Sif,  heppin ég að vera skírð í höfuðið á langömmu minni  Smile . Á eftir að skrifa meira og setja inn myndir og videó

Nýtt albúm

Við vorum að henda inn nýju albúmi (3-4 vikna). En við vorum að fá fullt af fötum frá ömmu og afa í Köben og eru nokkrar myndir af prinsessunni í þeim fötum Smile Takk fyrir það elsku amma og afi Kissing

Amma í DK sendi líka þennan kjól

Annars er allt fínt að frétta. Litla snúlla er reyndar búin að sofa frekar lítið á daginn og kvöldin, en sem betur fer er hún alls ekki óróleg þessi skvísa. En það verður bara aðeins minna úr verki hjá mömmu á meðan hún vakir svona W00t en það er allt í þessu fína. Við, mæðgurnar, eyðum bara deginum í að spjalla við hvor aðra Happy

Við fórum í smá bíltúr í góða veðrinu í dag og svo endaði pabbi á því að baka vöfflur handa mömmu Tounge jummý. Vikan fer svo í að undirbúa skírnina, en svo koma flestir til Eyja á föstudaginn. Það verður sko gaman að fá alla hingað aftur til Eyja. Talandi um að koma aftur til Eyja, þá er Birgir Már & co. að flytja hingað og kemur hann með búslóðina sína í kvöld. En þau verða alkomin í vikunni Smile og óskum við þeim hjartanlega velkomin á paradísar eyjuna okkar.

Kveðja frá dúkkuhúsargenginu á Hvítingavegi Halo


Loksins e-h að frétta!

Jæja, hvernig væri að segja fréttir frá okkur dúkkuhúsargenginu á Hvítingaveginum!

Eins og sá má á blogg færslunum erum við enn í lamasessi yfir þessum óvæntu heimsóknum sem komu okkur svo skemmtilega á óvart Tounge

Allir saman, voða gaman

Litla pæjan er búin að vera eins og engill síðan hún kom í heiminn InLove Hún sefur sína 3-4 tíma og svo vakir hún í 2-3 tíma og spjallar spjallar við okkur. Það er víst ekki hægt að hafa þetta betra Grin hún er bara eins og pöntuð úr pöntunarlista, hehe.

Eina vesenið er búið að vera stríðið við vigtina hjá prinsessunni. En hún hélt áfram að léttast frekar mikið eftir að við komum heim af spítalanum. Þannig að ljósurnar eru búnar að vera í heimsókn hjá okkur annan hvern dag í síðustu viku. En núna er snúllan farin að þyngjast vel og er að ná fæðingar þyngd sinni, með hjálp þurrmjólkurinnar Wink 

Algjör pæja!

Útlitið hefur breyst mikið á prinsessunni eftir að allur bjúgurinn fór að renna af henni, og segja flestir núna að hún sé alveg eins og pabbinn! En mamman segist allavega enn eiga þessar mjúku og fínu bollukinnar Smile

Vorum að setja inn nýtt albúm (2-3 vikna), endilega kíkið á það og látið í ykkur heyra Whistling

Kveðja mammsý og litli kúrurass


Óvæntar heimsóknir

Smile Já það er búið að vera mikið af heimsóknum í litla kotið undanfarna daga og er ég búinn að fá tvær mjög óvæntar heimsóknir sem toppa allt. Fyrst kom María Frænka sem gerði sér ferð til Eyja dagsferð því hún gat ekki beðið með að sjá mig. Kom hún okkur María frænka og égalgjörlega í opna skjöldu þegar hún hoppaði fyrir framan okkur þegar við vorum að ná í vagninn minn niður í Miðstöð. 

 

 

 

Og svo í morgun komu óvæntir gestir alla leið frá Kaupmannahöfn. Litla fjölskyldan lá bara enn í bólinu þegar bankað var á dyrnar, og var pabbi ekki alveg að nenna niður að opna en bankið ágerðist bara þannig að honum var ekki til setunar boðið en að rífa sig fram úr og opna. Og HEI nei bíddu ÞIÐ hvað eru þið að gera hér voru þið ekki í Köben í gær að tala við okkur Smile   Amma & Afi  að knúsa mig                     En jú Afi & Amma skelltu sér bara á flugvöllinn eftir símtalið við mömmu og pabba, flugu til Íslands og tóku svo fyrsta flug til Eyja í morgun. Svona heimsóknir eru bara velkomnar  Og finnst mér rosa gott að kúra með afa og ömmu


Heima er bezt

Jæja þá erum við mæðgur komnar heim af spítalanum. Það var rosalega gott að geta verið svona lengi inni, og ég segi að það séu algjör forréttindi að geta átt barn hérna í Eyjum. Þetta var eins og að liggja inni á 5 stjörnu hóteli, þjónustan og aðstæðan var svo flott á spítalanum. En samt rosagott alltaf að komast heim Smile

Í gær fengum við fullt af fólki í heimsókn, Sveinn, Jenný og Júlíana komu með færandi hendi. Júlíana og Ársæll gáfu snúllunni bangsa og húfu sem var vígð strax eftir að þau fóru. Því þá fór fjölskyldan í smá bíltúr Wink Svo kom Júlíana með gamlan bangsa sem ég hafði átt síðan ég var lítil, það var voða gaman af því og mamman fór aftur í barndóm aftur Tounge.

Fyrsti bíltúrinn

Síðan kom Guðný Togga og gaf snúllunni gallabuxur og skyrtu. Og svo kíktu Jón og Júlía við en þau voru í göngu með Kristján Loga og komu við í leiðinni.

Annars gengur lífið bara vel hérna á Hvítingaveginum. Snúlla sefur mjög vel og dugleg að drekka, þannig að það er ekki hægt að kvarta undan henni. Hún er alveg ydisleg í alla staði og erum við foreldrarnir enn að átta okkur á því hvað við erum heppin að EIGA þennan gullmola InLove

Ég ætla að láta þetta nægja í bili áður en ég fer að vera allt of væmin, hehe. Og takk fyrir allar kveðjurnar, bæði gegnum netið, símann og heimsóknirnar.

Komin heim í vögguna

Kveðja Anita mamma Smile setjum inn fleirri myndir á eftir


Húhaaa lítil eyjapæja komin í heiminn

Já þetta er skrýtin tilfinning að verða foreldrar en húhaa hvað það er gamanGrin . Litla pæjanInLove fæddist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22 apríl kl 09:43. Fæðingin gekk vel og allir voða lukkulegirW00t . Mæðgurnar verða á hospitalet fram á fimmtudag eða föstudag og á meðan ætlar pabbinn að gera allt klárt með ömmu.Smile

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Höfundur

Sigurður Oddur Friðriksson
Sigurður Oddur Friðriksson
Eru Eyjapeyji og smiður

Tónlistarspilari

Bobbysocks - La det svinge

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband