19.5.2007 | 18:09
Nýtt albúm
Við vorum að henda inn nýju albúmi (3-4 vikna). En við vorum að fá fullt af fötum frá ömmu og afa í Köben og eru nokkrar myndir af prinsessunni í þeim fötum Takk fyrir það elsku amma og afi
Annars er allt fínt að frétta. Litla snúlla er reyndar búin að sofa frekar lítið á daginn og kvöldin, en sem betur fer er hún alls ekki óróleg þessi skvísa. En það verður bara aðeins minna úr verki hjá mömmu á meðan hún vakir svona en það er allt í þessu fína. Við, mæðgurnar, eyðum bara deginum í að spjalla við hvor aðra
Við fórum í smá bíltúr í góða veðrinu í dag og svo endaði pabbi á því að baka vöfflur handa mömmu jummý. Vikan fer svo í að undirbúa skírnina, en svo koma flestir til Eyja á föstudaginn. Það verður sko gaman að fá alla hingað aftur til Eyja. Talandi um að koma aftur til Eyja, þá er Birgir Már & co. að flytja hingað og kemur hann með búslóðina sína í kvöld. En þau verða alkomin í vikunni og óskum við þeim hjartanlega velkomin á paradísar eyjuna okkar.
Kveðja frá dúkkuhúsargenginu á Hvítingavegi
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Tenglar
eitthvað skemmtilegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hae hae,
Rosalega er ??? Sigurdardottir mikil dulla. Oh, eg vildi ad eg vaeri naer ykkur. Eg kemst thvi midur ekki i skirnina [grat] En eg er ad reyna ad tala mommu og pabba til um ad halda jolin a Islandi svo ad eg geti sed littlu skvis og ykkur audvitad.
Love you,
Karen sis
Karen sis (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:56
Hæ hæ .
Við römbuðum inn á síðuna ykkar og urðum bara að kvitta fyrir innlitið.
Hún er nú meiri snúllan, litlan ykkar! Gaman að geta séð myndir af svona krútti!!
Bestu kveðjur frá Odense
Tinna og Emelía Ögn
Tinna og Emelía Ögn (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.