Loksins e-h að frétta!

Jæja, hvernig væri að segja fréttir frá okkur dúkkuhúsargenginu á Hvítingaveginum!

Eins og sá má á blogg færslunum erum við enn í lamasessi yfir þessum óvæntu heimsóknum sem komu okkur svo skemmtilega á óvart Tounge

Allir saman, voða gaman

Litla pæjan er búin að vera eins og engill síðan hún kom í heiminn InLove Hún sefur sína 3-4 tíma og svo vakir hún í 2-3 tíma og spjallar spjallar við okkur. Það er víst ekki hægt að hafa þetta betra Grin hún er bara eins og pöntuð úr pöntunarlista, hehe.

Eina vesenið er búið að vera stríðið við vigtina hjá prinsessunni. En hún hélt áfram að léttast frekar mikið eftir að við komum heim af spítalanum. Þannig að ljósurnar eru búnar að vera í heimsókn hjá okkur annan hvern dag í síðustu viku. En núna er snúllan farin að þyngjast vel og er að ná fæðingar þyngd sinni, með hjálp þurrmjólkurinnar Wink 

Algjör pæja!

Útlitið hefur breyst mikið á prinsessunni eftir að allur bjúgurinn fór að renna af henni, og segja flestir núna að hún sé alveg eins og pabbinn! En mamman segist allavega enn eiga þessar mjúku og fínu bollukinnar Smile

Vorum að setja inn nýtt albúm (2-3 vikna), endilega kíkið á það og látið í ykkur heyra Whistling

Kveðja mammsý og litli kúrurass


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og til hamingju með prinsessuna ykkar, ji hún er æðisleg! Já doldið pabbaleg við fyrstu sýn... Vildi bara kvitta fyrir innlitið, vona að ykkur sé sama að maður sé að skoða dúlluna ykkar...

Kv Nía og Kristbjörg (sem er núna bara orðin stór krakki)... 

Nía (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:11

2 identicon

Hae hae,

Eg var ad kikja a myndirnar og eg taradist bara.  Eg sakna ykkar svoooo mikid og eg er ad missa af svo miklu   Eg vona ad vid verdum oll saman um jolin.

 Love you,

Karen sis

Karen sis (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Oddur Friðriksson
Sigurður Oddur Friðriksson
Eru Eyjapeyji og smiður

Tónlistarspilari

Bobbysocks - La det svinge

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband