4.5.2007 | 12:34
Óvæntar heimsóknir
Já það er búið að vera mikið af heimsóknum í litla kotið undanfarna daga og er ég búinn að fá tvær mjög óvæntar heimsóknir sem toppa allt. Fyrst kom María Frænka sem gerði sér ferð til Eyja dagsferð því hún gat ekki beðið með að sjá mig. Kom hún okkur
algjörlega í opna skjöldu þegar hún hoppaði fyrir framan okkur þegar við vorum að ná í vagninn minn niður í Miðstöð.
Og svo í morgun komu óvæntir gestir alla leið frá Kaupmannahöfn. Litla fjölskyldan lá bara enn í bólinu þegar bankað var á dyrnar, og var pabbi ekki alveg að nenna niður að opna en bankið ágerðist bara þannig að honum var ekki til setunar boðið en að rífa sig fram úr og opna. Og HEI nei bíddu ÞIÐ hvað eru þið að gera hér voru þið ekki í Köben í gær að tala við okkur
En jú Afi & Amma skelltu sér bara á flugvöllinn eftir símtalið við mömmu og pabba, flugu til Íslands og tóku svo fyrsta flug til Eyja í morgun. Svona heimsóknir eru bara velkomnar Og finnst mér rosa gott að kúra með afa og ömmu
Tónlistarspilari
Bloggvinir
Tenglar
eitthvað skemmtilegt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hae elsku Anita og Sigurdur,
Eg vildi ad eg vaeri hja ykkur. Mig langar svo i skirnina, en thvi midur getur madur ekki allt sem madur vill. Thid verdid bara ad vera duglega ad blogga, senda myndir og video til min.
Astar- og saknardarkvedjur,
Karen
Karen sis (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 16:15
Hæ hæ var beðin um að skila kveðju til ykkar allra, Sigrúnar og Sæla líka. Til hamingju með stelpuna og ömmu- og afabarnið, og takk kærlega fyrir Fannar. Kv. Bryndís og fjölskylda, Sigrún og fjölskylda og Guðrún og fjölskylda.
Steinunn Dagný (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 23:21
Fundum loks síðuna :)
Innilega til hamingju með stelpuna. Hlökkum til að kíkja á ykkur í sumar.
Magga, Jón Kristinn og Laufey Brá (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:10
Kæra fjölskylda, innilega til hamingju með nýjast meðliminn. Engin smá dúlla! Hafið það sem best. Bestu kveðjur
Bjarki, Ósk og Óskar Breki (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.